Íslensk-Ensk Þýðing

bókmenntir, listgagnrýni, fræðigreinar


Ágætu rithöfundar, listamenn, ljóðskáld, ritstjórar, og aðrir samstarfsmenn,

Ég er ljóðskáld og greinahöfundur og þýði úr íslensku á ensku ljóð og sögur, listgagnrýni, listamannatexta, fræðigreinar og annað vandað efni. 

Ég kom fyrst til Íslands til að rannsaka bókmenntir. Ritgrein mín um breytingar í bókmenntalífi á Íslandi 1940–1980 birtist í mannvísindariti Cambridge háskólans The Cambridge Quarterly árið 2015 og finnst hér

Ég nam íslensku fyrir erlenda stúdenta í Háskóla Íslands og lauk magistersgráðu frá Harvard háskóla. Um þýðingarferil minn má lesa hér. Sýnishorn af verkum mínum finnast her og hér. Ég er íslenskur ríkisborgari og meðlímur í Rithöfundasambandi Íslands.

Þýðing er mikil nákvæmnisvinna en ímyndunaraflið þarf líka að fara á kreik. Innlifun þarf til að heyra rödd höfundarins. Þýðandinn þarf að ráfa um landslag textans og finna blæ og loftslag inntaks.

Samvinna höfundar og þýðanda er kærkomin veisla í einmanalegum störfum og tækifæri til að lesa einstaklega náið. 

Þegar uppkast af þýðingu berst höfundi eða ritstjóra til yfirlesturs er um að gera að benda á veika bletti og mögulega misskilninga. Þótt þýðandi noti ekki þær lausnir sem lesandinn hefur stungið upp á, staldrar hann samt við, endurskoðar, og bætir. Þýðingin styrkst.

Þýðing á vönduðu efni á að vera jafn ‘dýr’, leikin, eða tær og textinn er á frummáli. Einstöku sinnum kemur málnotkun í þýðingu höfundi spánskt fyrir sjónir einmitt vegna þessa, en markmið beggja aðila er að forðast flatneskju alþjóðlegrar viðskipta- og skrifstofuensku. 

Í ritmálsskrá Háskóla Íslands má rekja notkun orða í aldanna rás, bera t.d. tilfelli orðs í Guðbrandsbiblíu saman við versið í King James og sjá þannig djúpt ofan í merkingarsögu. Íslenskt orðanet er líka frábær auðlind til á að átta sig á samtímatengslum.

En þýðandi þarf loksins að sækja í brunn eigin hljóðminninga: hvernig notaði gamla konan orðið, hvað sagði barnið í strætó í gær, hvað sagði skáldið, hvernig er fólk á svipnum þegar það talar svona? 

Þýðandi verður að endurleika tjáningarthöfn á leiksviði annars tungumáls. Þýðingar eru nákvæmnisvinna unnin af hlédrægum sálum; þær eru líka djarfar sýningar á útisviði.

Nokkur góð ráð:

  • Gerið grein fyrir samhengi verksins, lengd, og skiladegi. Það er sjálfsagt að spyrja um kostnað og ræða vinnuferlið fyrirfram. 
  • Endilega ljúkið endurskriftum og yfirlestri áður en textanum er skilað til þýðanda. 
  • Þýðandi hefur rétt á, og skylda til, að prófarkalesa. Engar breytingar má gera á textanum í yfirlestri eða undirbúningi fyrir prentun án samþykktar þýðandans.
  • Þýðandinn heldur höfundarrétti skv. alþjóðlegum lögum nema hann afsali sér réttindunum skriflega. Höfundi eða umboðsmanni er þess vegna skylt að fá samþykkt þýðandans til að endurbirta þýðingu í hluta eða heild. Að sjálfsögðu eru frekari birtingar yfirleitt gleðiefni fyrir báða aðila, og hér er líka tækifæri til alþjóðlegrar samstöðu meðal okkar sem keppast við að lifa í lista- og bókmenntaheimum.